Frétt

Heilbrigðiseftirlitið varar við matvælum með ómerktum ofnæmisvaldi

Álfasaga hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar,Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnes innkallað Pestó kjúklingapasta þar sem að varan inniheldur ómerktan óþols- og ofnæmisvald. Ekki kemur fram á umbúðum að varan inniheldur Parmesan ost (mjólkurvöru).

Fyrirtækið Álfasaga hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness (HEF) innkallað vöruna Pestó kjúklinapasta þar sem að varan inniheldur ómerktan óþols- og ofnæmisvald. Ekki kemur fram á umbúðum að varan inniheldur Parmesan ost (mjólkurvöru).

Vörumerki: Móðir náttúra

Vöruheiti: Pestó kjúklingapasta

Nettómagn: 390g

Vörunúmer: 6053

Strikamerki: 5694311277463

Framleiðandi: Álfasaga

Lotunúmer: L244 síðasti neysludagur 5.9.2022. L247 síðasti neysludagur 8.9.2022.

Geymsluskilyrði: Kælivara

Dreifing: Krónan, Hagkaup, N1, Cornershop og Lagardere.

Frekari upplýsingar eru veittar í gegnum tölvupóst erla@dagnyehf.is.

Fréttatilkynning frá Álfasögu