Umsókn um skráningu á hundi í Garðabæ, Hafnarfirði, Kópavogi, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi

  1. Upplýsingar
  2. Upplýsingar fyrir undirritun
  3. Staðfesting
  4. Skráningu lokið


Búsetuform
Kyn hunds


Til að umsókn verði afgreidd þurfa eftirtalin gögn að fylgja umsókninni:

  1. Staðfesting á síðustu ormahreinsun
  2. Staðfesting (vottorð) um örmerkingu
  3. Skriflegt samþykki meðeiganda í fjölbýlishúsi (ef við á).
  4. Hafi leyfishafi lokið námskeiði í hundauppeldi viðurkenndu af Heilbrigðiseftirlitinu, er heimilt að fenginni umsókn að lækka gjöld um allt að helming skv. gjaldskrá. Senda þarf heilbrigðiseftirlitinu vottorð (skírteini) um að námskeiði hafi verið lokið. Ef vottorð um námskeið liggur ekki fyrir við skráningu hunds er greitt fullt leyfisgjald og lækkunin tekur gildi við næstu innheimtu leyfisgjalda.

Ekki er innheimt leyfisgjald á skráningarári. Skráningarskírteini ásamt plötu í hálsól, þar sem fram kemur nafn og númer hunds, heimilisfang og símanúmer eiganda verður sent þegar fyrir liggur staðfesting á örmerkingu og ormahreinsun. Leyfisgjald er skv. auglýstri gjaldskrá.

Umsækjandi hefur kynnt sér gildandi samþykkt um hundahald nr. 1348/2022 og skuldbindur sig til að fara í einu og öllu eftir ákvæðum þeirra, ásamt ákvæðum gjaldskrár vegna hundahalds á eftirlitssvæðinu. Ábyrgðartrygging er innifalin í gjöldum, sem tekur gildi við greiðslu. Umsækjanda er bent á að kynna sér vátryggingaskilmála.