Umhverfiseftirlit tekur til eftirlits með þeim þáttum sem eiga að fyrirbyggja eða draga úr mengun lofts, láðs eða lagar.
Mest áhersla er lögð á að stuðla að heilnæmu, öruggu og ómenguðu umhverfi og koma í veg fyrir mengun með því að fylgja eftir kröfum um mengunarvarnir. Umhverfiseftirlit annast eftirlit með fyrirtækjum sem eru eftirlits- og starfsleyfisskyld samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir. Umhverfiseftirlit hefur einnig eftirlit með hávaða, öryggi á leiksvæðum barna.
Áríðandi er að spilliefnum sé skilað til förgunar hjá réttum aðilum og að úrgangur sé flokkaður þannig að endurnýta megi hann að sem mestu leyti.