Frétt

Tillaga að leyfi við framkvæmdir við hliðarveg við Suðurlandsveg

Með vísun til ákvæða 45 og 57. gr. heilbrigðissamþykktar nr. 555/2015 um verndarsvæði vatnsbóla innan lögsagnarumdæma Mosfellsbæjar, Reykjavíkurborgar, Seltjarnarnesbæjar, Kópavogsbæjar, Garðabæjar og Hafnarfjarðarkaupstaðar og með vísun til 6. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir veitir Heilbrigðisnefnd Bjössa ehf. tímabundið leyfi til framkvæmda við gerð hliðarvegar í Lækjarbotnum innan vatnsverndarsvæðis höfuðborgarsvæðisins.

Með vísun til ákvæða 45 og 57. gr. heilbrigðissamþykktar nr. 555/2015 um verndarsvæði vatnsbóla innan lögsagnarumdæma Mosfellsbæjar, Reykjavíkurborgar, Seltjarnarnesbæjar, Kópavogsbæjar, Garðabæjar og Hafnarfjarðarkaupstaðar og með vísun til 6. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir veitir Heilbrigðisnefnd Bjössa ehf. tímabundið leyfi til framkvæmda við gerð hliðarvegar í Lækjarbotnum innan vatnsverndarsvæðis höfuðborgarsvæðisins.

Leyfið tekur til framkvæmda sem lýst er í útboðsskilmálum Vegagerðarinnar við lagningu hliðarvegar í Lækjarbotnum. Framkvæmdin er unnin samhliða tvöföldun Suðurlandsvegar á svæðinu. Hliðarvegur liggur sunnanvert frá vegamótum Suðurlandsvegar gengt Geirlandi og austur upp Lögbergssbrekku að vegamótum að Waldorfsskóla. Verkið er unnið í samvinnu við Jarðval sf., kt. 690611 – 0150 sem annast tvöföldun Suðurlandsvegar. Vegagerðin er með heildar ábyrgð á framkvæmdinni en fyrirtækið Bjössi ehf. ber ábyrgð á á framkvæmd þeirra verkþátta sem það hefur tekið að sér í verksamningi og að fylgt sé ákvæðum starfsleyfis.

Drög að starfsleyfi