Frétt

Tillaga að starfsleyfi fyrir Linde Gas ehf. Búðahellu 8, Hafnarfirði

Heilbrigðiseftirlitið auglýsir hér með fyrirhugaða útgáfu og gildistöku starfsleyfis til handa Linde Gas ehf. með starfsstöð að Búðahellu 8, í Hafnarfirði, fyrir meðhöndlun, áfyllingu og dreifingu á gasi.

Heilbrigðiseftirlitið auglýsir hér með fyrirhugaða útgáfu og gildistöku starfsleyfis til handa Linde Gas ehf. fyrir meðhöndlun, áfyllingar og dreifingu á gasi. Leyfið tekur til reksturs gasbirgða- g dreifingarstöðvar á ýmsum gastegundum sbr. tl. 9.10 í X. viðauka við reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri. Meðfylgjandi eru drög að starfsleyfinu þar sem fram koma þau skilyrði og kröfur sem gerðar eru vegna mengunarvarna, öryggismála auk krafna um ásýnd lóðar og lóðarmörk.

Þeir sem hafa athugasemdir við starfsleyfið skulu senda heilbrigðiseftirlitinu athugasemdir á netfangið hef@heilbrigdiseftirlit.is fyrir 26. maí 2023.

Drög að starfsleyfi