Frétt

Tillaga að starfsleyfi fyrir rannsóknarborholu á vegum Carbfix ohf. við Straumsvík

Heilbrigðiseftirlitið hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir rannsóknarborholu við Straumsvík sem ætlað er að styrkja þekkingu á jarðlögum á svæðinu. Áformað er að bora þrjár holur auk þess að útbúa þarf borplön.

Lagt er til að leyfið gildi í ár frá útgáfu leyfisins. Leyfið er gefið út með skilyrðum um að ákvæðum gildandi laga og reglugerða um hollustuhætti og mengunarvarnamál hverju sinni sé fylgt og einnig ákvæðum III. kafla reglugerðar nr. 737/2003 um meðhöndlun úrgangs, þar sem fjallað er um skyldur rekstrar aðila til að draga úr myndun úrgangs, stuðla að réttri meðhöndlun hans, endurnotkun, endurnýtingu, geymslu og förgun ásamt ákvæðum um þrifnað lóða sem og neðangreindum starfsleyfisskilyrðum sem um starfsemina gilda.

Við reksturinn ber að fylgja ákvæðum er varða mengunarvarnir, sem fram koma í sértækum starfsleyfisskilyrðum fyrir framkvæmd tilraunaborhola í Straumsvík sem fylgja drögum að starfsleyfi í fylgiskjali 1.

Drög að starfsleyfi