Frétt

Tillaga að starfsleyfi fyrir tilraunaborholur á Bláfjallasvæðinu

Tillaga að starfsleyfi til framkvæmda og gerða slóða og borplana fyrir fjórar rannsóknarholur sem ætlunin er að bora á Bláfjallasvæðinu.

Tillaga að starfsleyfi til framkvæmda og gerða slóða og borplana fyrir fjórar rannsóknarholur sem ætlunin er að bora á Bláfjallasvæðinu. Um er að ræða rannsóknarholur sem auka eiga þekkingu á grunnvatnsstraumum á svæðinu. Tvær holur eru innan sveitarfélagsmarka Kópavogs, ein innan sveitarfélagsmarka Hafnarfjarðar og sú fjórða í landi Ölfus, en Heilbrigðisnefnd Suðurlands hefur falið HEF að annast úttektir, eftirlit og leyfisveitingu.
Núgildandi svæðaskipulag vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu var staðfest í júní 2015. Áformuðum framkvæmdum er ætlað að fara fram á fjarsvæði vatnsverndar (sjá samþykkt nr. 555/2015) og borhola 4 sem er í landi Ölfuss er einnig á skilgreindu fjarsvæði vatnsverndar í landi Ölfuss.

Drög að starfsleyfi