Frétt

Tillaga að starfsleyfi við tvöföldun Suðurlandsvegar

Vegagerðin áformar að tvöfalda Suðurlandsveg frá Fossvöllum nærri Sandskeiði, þar sem núverandi tvöföldun Suðurlandsvegar líkur, og að Hádegismóum í Reykjavík. Starfsleyfi sem hér er til kynningar ná til framkvæmda frá Fossavöllum í austri að lögbýlinu Geirlandi.

Vegagerðin áformar að tvöfalda Suðurlandsveg frá Fossvöllum nærri Sandskeiði, þar sem núverandi tvöföldun Suðurlandsvegar líkur, og að Hádegismóum í Reykjavík.  Eftir þá aðgerð verður búið að aðgreina akstursstefnur Suðurlandsvegar austur fyrir fjall og tvöfalda veginn þar sem áformað er.  Vegaframkvæmdir innan vatnsverndarsvæðis höfuðborgarsvæðisins eru leyfisskyldar hjá heilbrigðisnefndum auk þess sem viðkomandi bæjarfélaga þarf að gefa úr framkvæmdaleyfi en framkvæmdin fór áður í umhverfismat.  

 Sá hluti leiðarinnar sem liggur frá Fossvöllum og að eða yfir Hólmsá er í landi Kópavogsbæjar og Mosfellsbæjar.  Á fundi framkvæmdastjórnar um vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu var samþykkt að Heilbrigðisnefnd  Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis myndi annast útgáfu leyfi og annast nauðsynlegt eftirlit. Vegagerðin áformar að skipta framkvæmdinni í tvennt.  Starfsleyfi þau sem hér eru til kynningar ná til framkvæmda frá Fossvöllum í austri að lögbýlinu Geirlandi.  Framkvæmdum er ætlað að hefjast í ágúst 2021 og að þeim ljúki fyrir lok júnímánaðar 2022.  Útboð vegna framkvæmda á vestari hluta svæðisins hafa ekki farið fram en væntingar standa til að þær annað hvort skarist í tíma eða fari fram í beinu framhaldi.

 Heilbrigðisnefnd mun gefa út a.m.k. tvö leyfi fyrir hvorn verkþátt.  Eitt er til Vegagerðarinnar sem stendur fyrir framkvæmdinni en annað sértækara til þess verktakafyrirtækis sem tekur verkið að sér.  Rétt hugsanlegt er að ástæða verði talin að einhverjir undirverktakar þurfi einnig sérstök starfsleyfi og verður það þá gert.  Leyfi fyrir verktaka kann að taka breytingum ef þörf þykir og eins ef ábendingar eða athugasemdir berast eftirliti á kynningartíma fram til 13. ágúst n.k.    Senda má ábendingar á netfang stofnunarinnar  hhk@heilbrigdiseftirlit.is eða í póstfang stofnunarinnar;  pósthólf 329  212 Garðabær         

Vestasti hluti leiðarinnar frá Hólmsá að Hádegismóum er í lögsögu Reykjavíkurborgar og er sú framkvæmd í umhverfismatsferli.   

Drög að starfsleyfi Vegagerðarinnar.

Drög að starfsleyfi verktaka.