Frétt

Tillaga að starfsleyfi fyrir hjúkrunar- og dvalarheimili að Urðarhvarfi 16, Kópavogi.

Heilbrigðiseftirlitið hyggst veita U16 ehf., kt. 580124-0460, starfsleyfi til reksturs hjúkrunar- og dvalarheimilis í framhaldi af umsókn þar um.

Leyfið tekur til reksturs hjúkrunar- og dvalarheimili með móttökueldhúsi á deildum sbr. ákvæði VIII. kafla reglugerðar um hollustuhætti nr. 903/2024, og reglugerðar nr. 103/2010 um hollustuhætti sem varða matvæli. Meðfylgjandi eru drög að starfsleyfinu.

Heimilt er að gera skriflegar athugasemdir við tillöguna innan fjögurra vikna frá birtingu þessarar auglýsingar. Þær skulu berast til heilbrigðiseftirlitsins á netfangið hef@heilbrigdiseftirlit.is.

Drög að starfsleyfi