Frétt

Innköllun á Nashi perum sem Fiska.is flytur inn.

Fyrirtækið Lagsmaður/fiska.is hefur innkallað Nashi perur frá Kína í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Seltjarnarnes og Mosfellsbæjar (HEF) þar sem varan inniheldur of hátt magn af varnarefninu Chlormequat.

Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:

  • Vöruheiti: Golden pears
  • Sölutímabil: 10-15 nóvember
  • Framleiðandi: Baoding Evershine import&export co ltd
  • Framleiðsluland: Kína
  • Pökkun og vörumerki: Fiska.is
  • Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallara vöruna: Fiska.is, Nýbýlavegi 6, 200 Kópavogur

Fréttatilkynning fyrirtækisins